Þær tillögur sem
lagðar voru fyrir aðalfund FL Group hf. fimmtudaginn
22. febrúar 2007 voru samþykktar samhljóða.
1. Eftirfarandi
tillaga um arðgreiðslu var samþykkt:
Stjórn FL Group hf. gerir að tillögu sinni að, aðalfundur
haldinn 22. febrúar 2007, samþykki að greiddur verði 193% arður af
útistandandi hlutafé (þ.e. kr. 1,93 á hlut), sem samsvarar 15 milljörðum króna.
Þetta er um 33,7% af hagnaði félagsins eftir skatta 2006. Arðurinn greiðist
hluthöfum með peningum þann 4. apríl 2007 vaxtalaust. Rétt til arðs eiga þeir
sem eiga hlutabréf í félaginu í lok viðskipta á aðalfundadegi. Arðleysisdagur
er því dagurinn eftir aðalfund 23. febrúar 2007.
2. Eftirfarandi
tillaga um laun stjórnarmanna var samþykkt:
Aðalfundur FL Group hf. haldinn 22. febrúar 2007 samþykki að stjórnarlaun
á tímabilinu frá aðalfundi 2007 til aðalfundar 2008 verði sem hér segir:
Stjórnarformaður
kr. 700.000 á mánuði.
Varaformaður kr. 500.000 á mánuði.
Aðrir stjórnarmenn kr. 350.000 á mánuði.
Varamönnum verði greiddar kr. 100.000 fyrir hvern setinn fund.
Stjórnarmenn skulu fá fasta þóknun fyrir hvern fund sem þeir sitja í
undirnefndum stjórnar og skal sú þóknun vera kr. 200.000 til handa formönnum
nefnda fyrir hvern fund en kr. 100.000 til handa öðrum nefndarmönnum. Þóknun
fyrir fundasetu í undirnefndum á tímabilinu skal þó ekki vera hærri en kr.
1.200.000 fyrir formann nefndar og kr. 600.000 fyrir aðra nefndarmenn.
3. Eftirfarandi
tillaga um starfskjarastefnu var samþykkt:
Tillaga stjórnar um kauprétti á hlutabréfum til starfsmanna
og um Starfskjarastefnu FL Group hf. lögð fram til
samþykktar á aðalfundi.
FL Group hf. leggur ríka áherslu á að félagið geti ráðið til
sín öfluga starfsmenn og haldið lykilstarfsmönnum til
að tryggja áframhaldandi vöxt á alþjóðamarkaði og viðunandi ávöxtun eigin
fjár.
Í þessum tilgangi
hefur félagið gert samninga við starfsmenn sem gerir þeim kleift að kaupa hluti
í félaginu og jafnframt gefið út og endurnýjað kauprétti sem miðast við að
nýtingarverð kauprétta skuli ætíð samsvara markaðsvirði á þeim degi sem
rétturinn er veittur og verður virkur.
Við framkvæmd á
framangreindu markmiði félagsins geta kaupréttir starfsmanna á hverjum tíma
numið í heild allt að 9% af útgefnu hlutafé félagsins eins og það er hverju
sinni. Kaupverð (kaupréttargengi) skal
samsvara markaðsvirði á þeim degi sem rétturinn er veittur og verður virkur.
Starfskjarastefna FL Group byggir á almennum sjónarmiðum um góða stjórnarhætti fyrirtækja og
framangreindum sjónarmiðum um vöxt félagsins og ávöxtun eigin fjár. Stjórn FL Group hefur samþykkt eftirfarandi starfskjarastefnu fyrir
félagið með vísan til 79. gr. A í lögum nr. 2/1995, um hlutafélög.
Stjórnarmenn fá
greidda fasta þóknun fyrir störf sín. Þóknun stjórnarmanna og varamanna jafnt
fyrir almenn stjórnarstörf og störf í undirnefndum skal ákveðin á aðalfundi
félagsins fyrir tímabilið frá aðalfundi til næsta aðalfundar.
Heimilt er að ráða
stjórnarmenn til sérstakra verkefna fyrir félagið umfram hefðbundin
stjórnarstörf og greiða fyrir slík störf samkvæmt sérstökum samningi sem skal
samþykktur af stjórn félagsins.
Starfskjör
forstjóra FL Group skulu grundvallast á skriflegum
ráðningarsamningi. Taka starfskjörin m.a. mið af ábyrgð og eðli starfans í
ljósi stærðar og umsvifa félagsins, þeim starfskjörum sem almennt gerast á
fjármálamörkuðum í þeim löndum sem starfar í og þeim árangri sem félagið nær.
Starfskjör
forstjóra geta verið samansett af föstum launum, árangurstengdum greiðslum í
reiðufé og hlutabréfum, kaupréttum, skuldabréfum með breytirétti,
lífeyrisréttindum og eftir atvikum eftirlaunaréttindum og starfslokagreiðslum
Starfskjör annarra lykilstjórnenda skulu í meginatriðum lúta sömu reglum eftir
því sem ástæða þykir til.
Á aðalfundi
félagsins skulu hluthafar upplýstir um heildarfjárhæð greiddra launa til stjórnarmanna
og forstjóra á liðnu starfsári; föst laun þeirra, fjárhæð árangurstengdra
launa, greiðslur í formi hlutabréfa, kauprétta, forkaupsréttar, greiðslur frá
öðrum félögum í samstæðu félagsins og starfslokagreiðslur.
4. Eftirtaldir
aðilar voru sjálfkjörnir í stjórn félagsins til eins árs:
Aðalmenn:
Jón Ásgeir Jóhannesson, kt. 270168-4509
Jón Kristjánsson,
kt. 041165-4649
Magnús Ármann, kt.
160574-4969
Paul Davidson, kt. 170865-
2279
Skarphéðinn Berg
Steinarsson, kt. 050763-7819
Smári S. Sigurðsson,
kt. 030847-3349
Þorsteinn M.
Jónsson, kt. 180263-3309
Varamenn:
Peter Mollerup, kt. 220173-2759
Þórður Bogason,
kt. 260663-3809
Á stjórnarfundi að
loknum hluthafafundinum var Skarphéðinn Berg Steinarsson kjörinn formaður
stjórnar og Þorsteinn M. Jónsson varaformaður.
5. Eftirfarandi tillaga um endurskoðanda fyrir tímabilið var
samþykkt:
Lagt er til að KPMG Endurskoðun hf., Borgartúni 27, Reykjavík, verði
endurkjörnir endurskoðendur félagsins fyrir árið 2007.
6. Eftirfarandi
tillögur um breytingar á samþykktum voru samþykktar:
A.
Breytingar á 8. gr.
Lagt er til að 2. málsliður 4. mgr. 8. gr. verði
tekinn út. Málsliðurinn kveður á um að aðalfund skuli boða með minnst tveggja
vikna fyrirvara og verður því hér eftir nægjanlegt að boða aðalfund með viku
fyrirvara.
Lagt er til að við 8. gr. samþykkta bætist á
eftir 6. mgr.:
„Stjórn er heimilt að ákveða að hluthafafundir
geti verið sóttir með rafrænum hætti, annað hvort að hluta eða öllu leyti.
Telji stjórn að tiltækur sé nægilega öruggur
búnaður til að halda rafrænan fund að hluta eða öllu leyti og ákveði stjórn að
nýta þessa heimild skal þess sérstaklega getið í fundarboði. Upplýsingar um
nauðsynlegan tæknibúnað fyrir hluthafa, hvernig hluthafar tilkynni þátttöku
sína, hvernig atkvæðagreiðsla fer fram og hvar hluthafar nálgast leiðbeiningar
um fjarskiptabúnað, aðgangsorð til þátttöku í fundinum og aðrar upplýsingar
skulu koma fram í fundarboði. Jafngildir innslegið aðgangsorð í tiltekinn
fjarskiptabúnað undirskrift viðkomandi hluthafa og telst staðfesting á þátttöku
hans í hluthafafundinum.
Hluthafar sem hyggjast sækja fundinn með
rafrænum hætti, sé þess kostur, skulu tilkynna skrifstofu félagsins þar um með
5 daga fyrirvara og leggja samtímis fram skriflega spurningar varðandi dagskrá
eða framlögð skjöl sem þeir óska svara við á fundinum.
Ef stjórn telur ekki framkvæmanlegt að gefa
hluthöfum kost á þátttöku í hluthafafundi rafrænt skal hluthöfum gefinn kostur
á að greiða atkvæði um tillögur eða taka þátt í kosningum bréflega. Skal í
fundarboði kveðið á um hvernig slík atkvæðagreiðsla verði framkvæmd. Geta
hluthafar óskað eftir að fá atkvæði send sér og skal skrifleg beiðni þar um
hafa borist skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir auglýstan hluthafafund. Einnig
geta hluthafar vitjað atkvæðaseðla sinna á skrifstofu félagsins frá sama tíma
eða greitt þar atkvæði.”
B.
Breytingar á 9. gr.
Lagt er til að í 2. mgr. bætist við nýr
töluliður sem verði nr. 4 svohljóðandi:
„Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu.“
Aðrir töluliðir breytast þessu til samræmis.
C.
Breytingar á 12. gr.
Lagt er til að við greinina bætist á milli 3. og
4. mgr.:
„Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal
gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um
aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun,
reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl
við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem
eiga meira en 10% hlut í félaginu.
Félagsstjórn skal fara yfir framboðstilkynningar
og gefa hlutaðeigandi, með sannanlegum hætti, kost á því að bæta úr þeim göllum
sem eru á tilkynningunni innan tiltekins frests sem eigi má vera lengri en 24
klukkustundir. Ef ekki er bætt úr göllum á framboðstilkynningunni innan
tiltekins frests, úrskurðar félagsstjórn um gildi framboðs. Unnt er að skjóta
niðurstöðu félagsstjórnar til hluthafafundar sem fer með endanlegt
úrskurðarvald um gildi framboðs.
Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar skulu
lagðar fram hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins eigi síðar en 2 dögum
fyrir hluthafafund.“
7. Eftirfarandi
tillaga um kaup á eigin hlutum var samþykkt:
Aðalfundur FL Group hf. haldinn 22. febrúar 2007, samþykki, með vísan til
55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995, að heimila félagsstjórn á næstu 18 mánuðum
að kaupa allt að 10% af eigin hlutum. Má kaupverð bréfanna verða allt að 20%
yfir meðalsöluverði hluta skráðu í Kauphöll Íslands á næstliðnum tveimur vikum
áður en kaup eru gerð. Ekki eru sett lágmörk á heimild þessa, hvorki hvað
varðar kaupverð né stærð hlutar sem keyptur eru hverju sinni. Með samþykki
þessarar tillögu fellur niður sams konar heimild, sem samþykkt var á síðasta
aðalfundi.
Nánari upplýsingar veitir:
Kristján Kristjánsson, forstöðumaður upplýsingasviðs
sími: 591 4400