Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  Íslensk útgáfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
FL
FL Group eykur við hlut sinn í AMR Corporation í 8,63%   22.2.2007 16:30:41
News categories: Corporate news      Íslenska  English
FL Group hefur aukið við hlut sinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, og á í dag 8,63% hlut í félaginu

FL Group hefur aukið við hlut sinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, og á í dag 8,63% hlut í félaginu.  FL Group er því stærsti hluthafi félagsins samkvæmt því sem tilkynnt hefur verið.

 

FL Group tilkynnti þann 26. desember að félagið hefði keypt 5,98% hlut í AMR Corporation.  Frá því hefur FL Group haldið áfram að byggja upp stöðu í félaginu.

 

FL Group býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem fjárfestir í flugfélögum eftir að hafa átt Icelandair Group og Sterling Airlines, ásamt 16,9% hlut í breska lágfargjaldafélaginu easyJet.  Til viðbótar við hlut félagins í AMR Corporation á FL Group einnig 22,4% hlut í Finnair.

 

Hannes Smárason, forstjóri FL Group:

„Á aðalfundi félagsins í dag upplýsti ég hluthafa okkar um aukningu á hlut félagsins í AMR Corporation.  Við berum áfram miklar væntingar til þessarar fjárfestingar.  Við höfum fylgst mjög grannt með rekstri flugfélaga í Bandaríkjunum og teljum horfur AMR Corporation fyrir árið 2007 séu afar góðar.”

 

Nánari upplýsingar veita:

 

Hannes Smárason                                 Kristján Kristjánsson

Forstjóri                                               Forstöðumaður upplýsingasviðs

Sími: 591-4400                                     Sími: 591-4400 / 899-9352

 


Back