Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  Íslensk útgáfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
SKO
Sparisjóður Kópavogs - Ársuppgjör 2006   16.2.2007 15:11:27
News categories: Corporate results   Bonds news      Íslenska
 Sparisjóður Kópavogs - 12 2006.pdf
Hagnaður 511 m

Hagnaður 511 m.kr., arðsemi 55,2%

 

Ársuppgjör Sparisjóðs Kópavogs er nú í fyrsta sinn byggt á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS). Fjallað er um áhrif af innleiðingu þessara reikningsskilastaðla í kafla 4 hér á eftir. Samanburðarfjárhæðum vegna ársins 2005 hefur verið breytt til samræmis við nýju reikningsskilareglurnar og eru niðurstöður ársuppgjöranna nú og í fyrra því sambærilegar.

 

1. Helstu niðurstöður uppgjörsins eru þessar:

§          Hagnaður varð 511 m.kr. eftir skatta samanborið við 333 m.kr. hagnað á árinu 2005. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 618 m.kr. samanborið við 378 m.kr. hagnað á árinu 2005. Þetta er besta afkoma í sögu sparisjóðsins.

§          Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 55,2% samanborið við 47,0% arðsemi á árinu 2005.  Raunarðsemi eigin fjár var 45,2% á árinu 2006. Arðsemin hefur aldrei verið eins há í sögu sparisjóðsins.

§          Hreinar vaxtatekjur drógust saman um 12,6% frá fyrra ári og voru 358 m.kr.

§          Hreinar rekstrartekjur námu 1.173 m.kr. samanborið við 867 m.kr. á árinu 2005, sem er 35,3% aukning milli ára.

§          Hlutfall kostnaðar af tekjum var 39,3% samanborið við 47,8% á árinu 2005.

§          Virðisrýrnun útlána nam 93 m.kr., jókst um 25,1% á milli ára, var 75 m.kr. á árinu 2005.

§          Heildareignir námu 21.050 m.kr. í árslok 2006 og hafa aukist um 22,0% á árinu.

§          Útlán til viðskiptamanna námu 15.818 m.kr. í árslok 2006 og jukust um 28,7%. Hlutfall útlána til einstaklinga var í árslok 2006 61,9% en var 59,3% í árslok 2005.

§          Almenn innlán námu 11.172 m.kr. í lok ársins 2006 og jukust um 37,1%. Þetta er mesta innlánsaukning í sögu sparisjóðsins. 

§          Eigið fé nam 1.418 m.kr. í lok ársins 2006, jókst um 38,1% á árinu, eiginfjárhlutfall (CAD) var 11,3% og eiginfjárþáttur A var 14,2%.

 

Að sögn Carls H. Erlingssonar sparisjóðsstjóra var árið 2006 SPK ákaflega hagfellt. Hagnaður af rekstri nam 511 m.kr. sem er besta afkoma í sögu sparisjóðsins og arðsemi eigin fjár sú hæsta, 55,2%. Markaðsaðstæður voru SPK hagstæðar á árinu og jukust hreinar tekjur af fjáreignum og fjárskuldum um 304 m.kr. frá fyrra ári eða um 85,4%.  Væntingar eru um góða afkomu á árinu 2007.

 

Efnahagsreikningur SPK jókst um 22,0% á árinu, sem einkum má rekja til  vaxtar í almennri viðskiptabankastarfsemi, þ.e. inn- og útlánum. Starfsemi SPK hefur styrkst mikið og viðskiptavinum fjölgað. SPK mun sem fyrr kappkosta að bjóða viðskiptavinum sínum fjölbreytt og gott vöruúrval.

 

Stofnfé nam 418 m.kr. í lok ársins 2006 og jókst um 4,9%. Varasjóður nam 1.001 m.kr. króna í árslok og jókst um 59,1% á árinu. Á aðalfundi 2007 mun stjórn SPK leggja til við stofnfjáreigendur að heimild stjórnar til útgáfu nýs stofnfjár verði rýmkuð verulega til að auka fjárhagslegan styrk og getu sparisjóðsins á næstu árum.

 

Á árinu 2007 mun SPK flytja höfuðstöðvar sínar úr Hlíðasmára 19 í glæsilega nýbyggingu að Digranesvegi 1. Útibú verður áfram rekið í Hlíðasmára 19 en útibúi að Digranesvegi 10 verður lokað um leið og flutningurinn á sér stað í hinar nýju höfuðstöðvar.

 

Meðalfjöldi starfsmanna á árinu umreiknaður í heilsársstörf var 34 en var 33 á árinu 2005. Stöðugildi í árslok voru 34.

 

Stjórn SPK hyggst leggja til á aðalfundi sparisjóðsins, sem boðað verður til fljótlega,  að stofnfjáraðilum verði greiddur 35,0% arður af stofnfjáreign í lok ársins 2006 og að heimild til aukningar stofnfjár verði nýttar, annars vegar með endurmati, sbr. 67. gr. laga nr. 161/2002, og hins vegar með ráðstöfun hluta hagnaðar, sbr. 2. tl. 68. gr. sömu laga.

 

Frekari upplýsingar veita: Carl H. Erlingsson, sparisjóðsstjóri, netfang: carl@spk.is, og Ólafur K. Ólafs, forstöðum. reikningshalds, hag- og rekstrarsviðs, netfang: olafur@spk.is,  í síma 515-1900.

 

2. Helstu lykiltölur 2005-2006

 

 

Samstæðuuppgjör SPK 2005 og 2006 m.v. alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS)

 

 

 

 

 

Fjárhæðir í m.kr. á verðlagi hvers árs

 

 

 

 

 

 

 

 

REKSTRARREIKNINGUR:

2006

2005

Breyting

 

 

 

%

Vaxtatekjur.......................................................................

2.087

1.321

58,0%

Vaxtagjöld........................................................................

(1.730)

(912)

89,7%

Hreinar vaxtatekjur

358

410

-12,6%

Þjónustutekjur..................................................................

159

141

13,1%

Þjónustugjöld...................................................................

(55)

(45)

22,8%

Hreinar þjónustutekjur

104

96

8,5%

Hreinar tekjur af fjáreignum og fjárskuldum.........................

660

356

85,4%

Aðrar rekstrartekjur.........................................................

50

5

904,3%

Hreinar rekstrartekjur

1.173

867

35,3%

Laun og launatengd gjöld..................................................

(208)

(187)

11,3%

Annar rekstrarkostnaður...................................................

(237)

(213)

11,4%

Afskriftir.........................................................................

(16)

(15)

8,0%

Rekstrargjöld samtals

(461)

(414)

11,2%

Virðisrýrnun útlána..........................................................

(93)

(75)

25,1%

Hagnaður fyrir skatta

618

378

63,7%

Tekjuskattur..................................................................

(107)

(45)

138,6%

Hagnaður ársins

511

333

53,7%

 

 

 

 

 

EFNAHAGSREIKNINGUR:

2006

2005

Breyting

Eignir

 

 

%

Sjóður og kröfur á lánastofnanir.......................................

1.583

1.645

-3,7%

Útlán............................................................................

15.818

12.286

28,7%

Veltufjáreignir...............................................................

850

449

89,4%

Fjáreignir tilgreindar á gangvirði.....................................

2.169

2.587

-16,2%

Rekstrarfjármunir og aðrar eignir....................................

630

285

121,0%

Eignir samtals

21.050

17.252

22,0%

 

Skuldir

 

 

 

Innlán frá fjármálafyrirtækjum......................................

1.574

1.906

-17,4%

Almenn innlán............................................................

11.172

8.150

37,1%

Lántaka.....................................................................

5.419

5.243

3,3%

Víkjandi lán...............................................................

703

671

4,7%

Lífeyrisskuldbindingar.................................................

31

31

0,2%

Skattskuld................................................................

246

139

76,7%

Aðrar skuldir.............................................................

486

84

479,5%

Skuldir samtals

19.632

16.225

21,0%

 

Eigið   

 

 

 

Stofnfé....................................................................

418

398

4,9%

Varasjóður..............................................................

1.001

629

59,1%

Eigið samtals

1.418

1.027

38,1%

 

 

 

 

Skuldir og eigið samtals

21.050

17.252

22,0%

 

 

 

 

KENNITÖLUR:

2006

2005

 

Arðsemi eigin fjár ...........................................................

55,2%

47,0%

 

Eiginfjárhlutfall (CAD)......................................................

11,3%

14,1%

 

Eiginfjárhlutfall (eiginfjárþáttur A)...................................

14,2%

11,7%

 

Vaxtamunur (hreinar vaxtatekjur / meðalstöðu fjármagns)..

1,9%

2,9%

 

Framlag í afskriftareikning í hlutfalli af meðalstöðu útlána....

0,7%

0,7%

 

Kostnaðarhlutfall...........................................................

39,3%

47,8%

 

Aðrar rekstrartekjur í hlutfalli af kostnaði......................

254,4%

209,1%

 

 

 

3. Helstu lykiltölur 2002-2004

 

Samstæðuuppgjör SPK 2002-2004 skv. íslenskum ársreikningalögum

 

 

 

 

Fjárhæðir í m.kr. á verðlagi hvers árs

 

 

 

 

 

 

 

REKSTRARREIKNINGUR:

2004

2003

2002

 

Vaxtatekjur......................................................................................

909

852

961

Vaxtagjöld.......................................................................................

(519)

(501)

(608)

Hreinar vaxtatekjur

389

352

353

Aðrar rekstrartekjur...........................................................................

238

213

201

Hreinar rekstrartekjur

627

565

554

Önnur rekstrargjöld...........................................................................

(407)

(354)

(437)

Hagnaður fyrir framlag í afskriftareikning útlána

220

211

117

Framlag í afskriftareikning útlána..................................................

(57)

(222)

(85)

Hagnaður fyrir skatta

163

(11)

32

Tekjuskattur....................................................................................

(28)

3

(5)

Hagnaður (tap) ársins

134

(8)

27

 

 

 

 

 

 

EFNAHAGSREIKNINGUR:

2004

2003

2002

Eignir

 

 

 

Sjóður og kröfur á lánastofnanir.....................................................

1.770

2.364

1.200

Útlán...........................................................................................

8.252

5.981

6.837

Markaðsbréf og eignarhlutir í félögum..............................................

582

490

567

Aðrar eignir.................................................................................

266

271

240

Eignir samtals

10.870

9.106

8.844

 

 

 

 

Skuldir og eigið :

 

 

 

Skuldir við lánastofnanir...............................................................

205

201

429

Innlán ..................................................................................................

6.571

6.110

5.171

Lántaka.......................................................................................

2.998

1.740

2.043

Aðrar skuldir og skuldbindingar.....................................................

180

176

228

Víkjandi lán.................................................................................

183

241

285

Skuldir samtals

10.137

8.469

8.156

Eigið ......................................................................................

734

637

687

Skuldir og eigið samtals

10.870

9.106

8.844

 

 

 

 

KENNITÖLUR:

2004

2003

2002

Arðsemi eigin fjár .............................................................................

22,1%

-1,2%

3,9%

Eiginfjárhlutfall (CAD)...................................................................

12,0%

12,3%

12,0%

Eiginfjárhlutfall (eiginfjárþáttur A)..................................................

9,3%

9,0%

8,7%

Vaxtamunur (hreinar vaxtatekjur / meðalstöðu fjármagns)..............

3,9%

3,9%

4,0%

Framlag í afskriftareikning í hlutfalli af meðalstöðu útlána................

0,8%

3,5%

1,2%

Kostnaðarhlutfall..........................................................................

64,9%

62,7%

78,8%

Aðrar rekstrartekjur í hlutfalli af kostnaði......................................

58,4%

60,2%

45,9%

 

 

4. Áhrif af innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS)

 

Ársreikningur SPK er nú í fyrsta skipti gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Innleiðing þeirra leiðir til breytinga á framsetningu á rekstrar- og efnahagsreikningi sparisjóðsins.

 

Ársreikningur sparisjóðsins fyrir rekstrarárið 2006 er gerður í samræmi við þær reikningsskilaaðferðir sem fjallað er um í skýringum með ársreikningi um reikningsskilaaðferðir.  Þetta á einnig við um samanburðarfjárhæðir fyrir árið 2005 og opnunarefnahagsreikning 1. janúar 2005, þar sem breytingar taka gildi þann dag, sem einnig er nefndur innleiðingardagur. Fjárhæðum í opnunarefnahagsreikningi 1. janúar 2005 hefur verið breytt í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, en voru áður birtar í samræmi við íslensk lög og reikningsskilavenjur.  Ekki er um ræða verulegar breytingar á sjóðstreymi bankans samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum samanborið við hvernig það var áður samkvæmt íslenskum reikningsskilavenjum. Heildaráhrif yfirfærslu í alþjóðlega reikningsskilastaðla á eigið er hækkun um 149 m.kr.

 

Áhrifin af þessum nýju reikningsskilaaðferðum á rekstrar- og efnahagsreikning eru því er varðar lántökugjöld sem tekjufærast/gjaldfærast á lánstímanum í stað þess vera færð sem tekjur/gjöld á lántökudegi.  Þar af leiðandi lækka vaxtatekjur og vaxtagjöld sparisjóðsins til skamms tíma, en langtímaáhrif verða óveruleg. Í samræmi við IAS 39 hefur sparisjóðurinn framkvæmt virðisrýrnunarpróf á útlánum og leiddi það til lækkunar á eigin um 4 m.kr. þegar tekið hefur verið tillit til tekjuskatts. Samkvæmt IAS 39 ber sparisjóðnum yfirfara öll útlán til ganga úr skugga um hvort þar gæta hlutlægra vísbendinga um virðisrýrnun sem áhrif hefur á vænt fjárstreymi af útláninu.  Útlánið verður þá fært niður í núvirði vænts fjárstreymis. Útlánið verður þá fært niður í núvirði vænts fjárstreymis. Samstæðan seldi hluta af greiðsluflæði lánasafns síns á árinu 2004. Við upptöku alþjóðlegra reikningsskilastaðla hækkaði eigið fé 1. janúar 2005 um 40 m.kr. vegna þessa.

 

Sparisjóðurinn metur öll hlutabréf sín í óskráðum félögum á áætluðu gangvirði í stað kaupverðs eða markaðsverðs, ef það var áætlað lægra en kaupverðið. Þessar breytingar leiða til gengishagnaðar sem færist í rekstrarreikning. Við upptöku alþjóðlegra reikningsskilastaðla hækkaði eigið fé 1. janúar 2005 um 92 m.kr. vegna hækkunar á óskráðum eignum metnum á gangvirði.

 

 


Back