Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  Íslensk útgáfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
SIMI
Síminn - Ársuppgjör 2006   8.2.2007 16:48:56
News categories: Corporate results   Bonds news      Íslenska  English
 Síminn - 12 2006.pdf
 Síminn - Annual Results 2006.pdf
 Síminn - Tafla - ísl.pdf
 Síminn - tafla - ensk.pdf
Afkoma Símans á árinu 2006

Afkoma Símans á árinu 2006

 

·          Hagnađur á síđari helmingi ársins 2,8 milljarđar króna

·          Akoman á árinu réđst mjög af gengisţróun krónunnar og nam gengistapiđ um 5,8 milljörđum króna

·          Afkoma neikvćđ um 3,6 milljarđa króna fyrir allt áriđ 2006

·          Handbćrt fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 8,7 milljörđum króna

 

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans

„ Áriđ 2006 var Símanum ađ mestu hagstćtt. Rekstur félagsins hefur gengiđ vel og jókst framlegđ um 17% og sala um 16%. Rekstrarhagnađur fyrir afskriftir (EBITDA) jókst um 13%. Handbćrt fé frá rekstri án vaxta og skatta var 8.7 m.kr. sem lýsir öflugu sjóđstreymi félagsins. Hins vegar hefur óhagstćđ gengisţróun krónunnar töluverđ áhrif á rekstrarniđurstöđuna, eins og hjá fleiri innlendum fyrirtćkjum.”

 

Rekstur

Sala Símans á síđari helmingi ársins 2006 nam 13.276 m.kr. og jókst um 14,7% á milli ára. Salan fyrir allt áriđ 2006 nam 25.030 m.kr. samanboriđ viđ 21.641 m.kr. áriđ áđur, sem er 15,7% aukning.

 

Rekstrarhagnađur fyrir fjármagnsliđi og skatta (EBIT) á síđari helmingi ársins nam 2.639 m.kr. og jókst um 33,9% frá sama tímabili 2005. EBIT fyrir áriđ allt nam 4.606 m.kr. en var 3.606 m.kr. fyrir 2005 og jókst ţví um 1.000 m.kr. eđa 27,7%.

 

Rekstrarhagnađur samstćđunnar fyrir afskriftir (EBITDA) var 8.443 m.kr. á árinu 2006, miđađ viđ 7.454 m.kr. fyrir áriđ áđur. Ţađ er aukning um 989 m.kr eđa 13,3%.

 

Afskriftir félagsins námu 3.837 m.kr. á árinu samanboriđ viđ 3.847 m.kr. áriđ 2005.

 

Afkoma eftir skatta á síđari helmingi ársins 2006 var jákvćđ um 2.848 m.kr. samanboriđ viđ 1.880 m.kr. fyrir sama tímabil áriđ 2005.  Afkoma eftir skatta áriđ 2006 var neikvćđ um 3.560 m.kr. og skýrist ţađ einkum af gengisţróun. Hluti skulda Símans er í erlendri mynt og olli gengislćkkun krónunnar gengistapi sem nam 5.772 m.kr. á árinu. Gengisvísitalan hćkkađi úr tćplega 105 stigum í upphafi árs 2006 í rösklega 129 stig í árslok sem svarar til 23,1% gengislćkkunar krónunnar. Í dag er gengisvísitalan um 122,1 stig.

 

Sjóđstreymi

Handbćrt fé frá rekstri án vaxta og skatta var 8.654 m.kr. á árinu 2006. Ţađ er 15,1% hćkkun frá árinu 2005 en ţá var handbćrt fé frá rekstri án vaxta og skatta 7.519 m.kr.

 

Fjárfestingar samstćđunnar í varanlegum rekstrarfjármunum (CAPEX) námu 2.117 m.kr. á tímabilinu en námu 4.318 m.kr. áriđ 2005.

 

Efnahagur

Heildareignir samstćđunnar námu 88,9 mö.kr. hinn 31. desember 2006 og jukust eignir um 6,8% á árinu.

 

Eigiđ fé félagsins nam 29,4 mö.kr. í árslok og eiginfjárhlutfall var 33,1%.

 

Dótturfélög

Helstu dótturfélög sem eru innifalin í samstćđureikningi Símans eru: Anza hf., Upplýsingaveitur ehf.,, Skjárinn miđlar ehf., Tćknivörur ehf. og Sirius IT sem er dótturfélag Anza. 

 

Helstu atburđir á árshelmingnum

Anza hf. keypti ţann hluta af starfsemi upplýsingatćknifyrirtćkisins TietoEnator sem veitir ađilum tengdum opinbera geiranum í Danmörku, Noregi og Svíţjóđ ţjónustu á sviđi upplýsingatćkni.  Samfara ţví var stofnađ fyrirtćkiđ Sirius IT, nýtt norrćnt upplýsingatćknifyrirtćki sem yfirtekur ţessa starfsemi.  Fyrirtćkiđ hóf starfsemi ţann 1. nóvember sl. og er hlutur ţess međtalin í rekstri samstćđunnar.  Heildarkaupverđiđ var um 220 milljónir danskra króna (2.640 m.kr.) og eru starfsmenn ţess um 400. 

 

Á stjórnarfundi ţann 19. desember sl. samţykkti stjórnin ađ leggja fyrir ađalfund félagsins tillögu um ađ skipta Símanum upp í Skipti hf., Fjarskiptanetiđ ehf., Fjárfestingarfélag ehf. og Símann hf. ţar sem Skipti hf. verđur móđurfélag hinna félaganna. Jafnframt var ákveđiđ ađ gera tillögu um hlutaféđ í Skipti hf. verđi 7.000 m.kr. og ađ hlutfaféđ í Símanum verđi lćkkađ úr 30.930 m.kr. í 7.088 m.kr.

 

Markađsstađa og horfur

Hlutdeild Símans á fjarskiptamarkađi er góđ og tekjur af fjarskiptastarfsemi fara vaxandi. Síminn fjölgađi á síđasta ári tekjustraumum sínum og hefur á árinu fest sig í sessi sem dreifingarfyrirtćki fyrir sjónvarpsţjónustu. Félagiđ er jafnframt ađ kanna frekari vaxtartćkifćri á erlendri grundu. Áherslur á nćstunni munu einkennast m.a. af aukinni samţćttingu fjarskipta-og upplýsingatćkni.

 

31. janúar síđastliđinn var tilkynnt ađ Síminn hefđi unniđ til alţjóđlegra frumkvöđlaverđlauna frá nettćknifyrirtćkinu Cisco fyrir gagnvirka sjónvarpsţjónustu Símans um ADSL. Verđlaunin “Best Broadband IP Service of the Year” voru veitt fyrir framúrskarandi tćknilega lausn og markađslegan árangur.

 

Í umsögn dómnefndar, sem í voru auk Cisco, ađilar frá virtum markađsgreiningarfyrirtćkjum eins IDG og Current Analysis, segir ađ Síminn hafi boriđ höfuđ og herđar yfir alla ađra samkeppnisađila í gagnvirku sjónvarpi (IPTV).  Síminn er í dag međ langstćrstu markađshlutdeild á ţessu sviđi í heiminum, um 24% heimila landsins eru međ sjónvarp Símans eđa rétt yfir 27 ţúsund heimili. Videoleigan (VoD) hluti gagnvirka sjónvarpsins hefur náđ mestri útbreiđslu í Evrópu eđa til 20% heimila.

 

Frekari upplýsingar veita:

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sími 550 6003

Linda Waage, upplýsingafulltrúi Símans, sími 892 6011.

 


Back