Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  Íslensk útgáfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
ICB
Icebank - Ársuppgjör 2006   6.2.2007 13:30:02
News categories: Corporate results   Bonds news      Íslenska  English
 Icebank Annual Results 2006.pdf
 Icebank 12 2006.pdf
REYKJAVÍK, 6

Besta afkoma Icebank nokkru sinni

 

 

REYKJAVÍK, 6. febrúar 2007. Icebank hf. hagnaðist um 5.662 m.kr. eftir skatta á árinu 2006 samanborið við 2.381 m.kr. 2005. Þetta er rúmlega tvöföldun hagnaðar milli ára. Heildarhagnaður bankans 2006 samsvarar hagnaði á hlut að fjárhæð 8,5 kr. samanborið við 3,9 kr. árið 2005. Arðsemi eigin fjár 2006 nam 63,8% samanborið við 54,3% 2005 og 28,5% 2004.

 

1. Meginatriði

·          Hagnaður eftir skatta hækkaði um 138% milli 2005 og 2006.

·          Hagnaður á hlut rúmlega tvöfaldaðist milli ára.

·          Arðsemi eigin fjár er með því hæsta sem gerist meðal innlendra og erlendra fjármálafyrirtækja.

·          Hreinar vaxtatekjur jukust um 52% milli 2005 og 2006.

·          Hreinar rekstrartekjur uxu um 107% milli ára.

·          Kostnaðarhlutfall er aðeins 12,8% samanborið við 18,8% 2005 og 35,1 árið 2004.

·          Virðisrýrnun útlána leiðir til tekjufærslu vegna gæða útlánasafnsins samanborið við þær fjárhæðir sem áður höfðu verið lagðar til hliðar til að mæta útlánatöpum.

·          Heildareignir námu 86,9 ma.kr. í árslok 2006 samanborið við 65,7 ma.kr. í árslok 2005. Þetta er 32% hækkun.

·          Eiginfjárhlutfall (CAD) var 17,0% í árslok 2006 samanborið við 12,5% í árslok 2005. Bókfært eigið fé hækkaði á sama tíma úr 5,7 ma.kr. í 12,0 ma.kr. Hátt eiginfjárhlutfall gefur bankanum ágætt svigrúm til vaxtar.

·          Starfsfólki fjölgar um 20% milli ára vegna aukinna umsvifa bankans.

·          Bankaráð hyggst leggja til á aðalfundi bankans að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna ársins 2006 heldur verði allur hagnaður nýttur til að styrkja eigið fé bankans og þar með frekari uppbyggingu hans.

 

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri:

„Árið 2006 var hið besta í sögu Icebank. Við erum stolt af þeirri staðreynd að afkoma bankans hefur verið sérstaklega góð síðustu þrjú ár. Hagnaður og arðsemi af starfsemi bankans í heild hafa stóraukist. Sérhæfð lánastarfsemi bankans og gjaldeyris- og afleiðuviðskipti hafa vaxið umtalsvert í samræmi við breyttar áherslur í starfseminni. Bankinn er nú mun sterkari fjárhagslega en áður og betur í stakk búinn til að sækja fram og auka umsvifin verulega, hér á landi og sérstaklega erlendis, og hrinda þannig í framkvæmd spennandi framtíðarsýn hluthafanna. “

 

Frekari upplýsingar veita:

 

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri, finnur@icebank.is, sími 540 4000

Hafdís Karlsdóttir, framkvæmdastjóri, hafdis@icebank.is, sími 540 4000

 

2. Helstu niðurstöður uppgjörsins

Ársuppgjör Icebank er nú í fyrsta sinn byggt á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS). Fjallað er um áhrif af innleiðingu þessara reikningsskilastaðla í kafla 3 hér á eftir. Samanburðarfjárhæðum vegna ársins 2005 hefur verið breytt til samræmis við nýju reikningsskilareglurnar og eru niðurstöður ársuppgjöranna nú og í fyrra því sambærilegar.

 

Helstu niðurstöður uppgjörsins eru þessar:

·          Hagnaður eftir skatta nam 5.662 m.kr. og hefur aldrei verið hærri í sögu bankans. Á árinu 2005 var hagnaður eftir skatta 2.381 m.kr. Hækkun milli ára er 138%.

·          Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 63,8% árið 2006 samanborið við 54,3% árið 2005. Arð­­semin hefur aldrei verið eins há í sögu bankans.

·          Efnahagsreikningur bankans óx úr 65,7 ma.kr. í árslok 2005 í 86,9 ma.kr. í árslok 2006, eða um 32%. Í árslok 2004 var stærð efnahagsreikningsins 46,1 ma.kr. Þessa breytingu má alfarið rekja til innri vaxtar.

·          Útlán til annarra viðskiptamanna en banka og sparisjóða hækkuðu úr 21,4 ma.kr. í árslok 2005 í 31,2 ma.kr. í árslok 2006, eða um 46%. Hér munar mest um ýmsar sérhæfðar lánveitingar innanlands, s.s. í tengslum við kaup eða samruna fyrirtækja, landa- og fasteignakaup og lánveitingar erlendis. Ráðgert er að auka þessi viðskipti enn frekar.

·          Veruleg aukning varð á lánafyrirgreiðslu bankans við sparisjóði á árinu. Útlán til þeirra námu 18,2 ma.kr. í árslok 2006 samanborið við 16,3 ma.kr. í árslok 2005. Innlán þeirra í bank­anum námu 14,2 ma.kr. í árslok 2006 en 16,7 ma.kr. í árslok 2005. Samkvæmt þessu breyttist staða þeirra í bankanum úr nettóinneign að fjárhæð 0,4 ma.kr. í árslok 2005 í nettóskuld að fjárhæð 4,0 ma.kr. í árslok 2006. Þessi viðsnúningur er enn meiri þegar litið er til ársloka 2004 en þá var nettóinneign þeirra í bankanum 4,3 ma.kr. Á tveimur árum hefur nettólántaka þeirra í bankanum því aukist um 8,3 ma.kr. Þetta sýnir vel hversu veigamiklu hlutverki bankinn gegnir fyrir sparisjóðina.

·          Hreinar vaxtatekjur héldu áfram að hækka og hafa aldrei verið hærri í sögu bankans. Þær námu 1.254 m.kr. samanborið við 823 m.kr. árið 2005. Hækkunin milli ára er 52%. Annað árið í röð standa hreinar vaxtatekjur vel undir öllum rekstrarkostn­aði bankans og virðisrýrnun útlána. Þetta sýnir betur en margt annað þá grundvallarbreytingu sem orðið hefur á starfsemi bankans því hlutfallið var um nokkurra ára skeið 50-80%.

·          Breytt samsetning útlána bankans hefur leitt til þess að heildarvaxtamunur hefur hækkað á liðnum árum. Hann var 1,8% á árinu 2006 samanborið við 1,6% 2005. Vaxtamunurinn var einnig 1,6% árið 2004 og 1,4% árið 2003.

·          Aðstæður á innlendum og erlendum hlutabréfamörkuðum voru hagstæðar árið 2006. Það kemur glöggt fram í liðnum hreinum tekjum af fjáreignum á gangvirði sem námu 6.230 m.kr. árið 2006 samanborið við 1.403 m.kr. 2005. Bankinn átti 4,6% hlut í félaginu Exista sem skráð var í Kauphöll Íslands í september 2006. Við skráninguna hækkaði verðmæti eignarhlutarins verulega. Bankinn seldi fjórðung af eignarhlut sínum í desember og innleysti þannig hluta af bókfærðum hagnaði. Bankinn á enn 3,45% hlut í Exista og var verðmæti hlutarins 8,4 ma.kr. í árslok 2006.

·          Rekstrarkostnaður bankans, þ.e. laun, launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir fastafjármuna, hækkar úr 708 m.kr. árið 2005 í 996 m.kr. 2006. Þessi hækkun stafar af fjölgun starfsfólks, einkum stjórnenda og sérfræðinga, árangurstengdum launagreiðslum til starfsfólks, ýmiss konar ráðgjafarkostnaði í tengslum við nýja framtíðarsýn bankans og loks hækkun á kostnaði við upplýsingatækni. Meðalfjöldi ársverka 2006 var 67 samanborið við 56 árið 2005 og fjöldi stöðugilda í árslok 2006 var 71 samanborið við 58 árið áður.

·          Við mat á virðisrýrnun útlána og annarra krafna kom í ljós að gæði útlánasafnsins hafa aukist og afskriftareikningur útlána því stærri en nauðsyn ber til. Því eru tekjufærðar 15 m.kr. á árinu 2006. Á árinu 2005 nam framlag í afskriftareikning hins vegar 142 m.kr. Þegar litið er til þess að framlagið nam 220 m.kr. árið 2004 og 222 m.kr. árið 2003 sést vel hversu mikil breyting hefur orðið á gæðum útlána í bankanum. Hlutfall af­skriftareiknings af veittum útlánum og ábyrgðum nam 1,3% í árslok 2006.

·          Eiginfjárhlutfall bankans (CAD) nam 17,0% í árslok 2006 og hækkar úr 12,5% frá ár­inu áður. Markmið bankans er að eiginfjárhlutfallið sé á bilinu 10-12%. Eiginfjárþáttur A nam 12,1% í árslok 2006 samanborið við 8,8% í árslok 2005. Meginástæður fyrir hækkun eiginfjárhlutfallsins eru hagnaður bankans og sala á fjórðungi af eignarhlut bankans í Exista. Exista er skilgreint sem félag tengt fjármálaþjónustu og því þarf bankinn að draga verðmæti eignarhlutarins frá eigin fé við útreikning á eiginfjárhlutfalli.

 

Helstu tölur úr rekstrar- og efnahagsreikningi bankans 2005 og 2006 eru í samræmi við nýja framsetningu bankans á rekstrar og efnahagsreikningi.  Upplýsingar vegna áranna 2002-2004 eru í samræmi við fyrri framsetningu.

 

Rekstrarreikningur 2005 og 2006:

Milljónir króna

2006

2005

Hreinar vaxtatekjur

1.254

823

Hreinar þjónustutekjur

136

119

Aðrar rekstrartekjur

6.430

2.831

Hreinar rekstrartekjur

7.820

3.773

Önnur rekstrargjöld

-996

-708

Virðisrýrnun útlána

15

-142

Hagnaður fyrir skatta

6.840

2.923

Skattar

-1.178

-542

Hagnaður eftir skatta

5.662

2.381

Efnahagsreikningur 2005 og 2006:

Milljónir króna

2006

2005

Sjóður og óbundnar innst. í Seðlab.

7.293

10.387

Útlán

61.520

45.555

Veltufjáreignir

8.870

5.124

Fjáreignir á gangvirði

8.787

4.201

Hlutdeildarfélög

18

25

Rekstrarfjármunir og aðrar eignir

437

374

Eignir samtals

86.925

65.666

 

 

 

Innlán frá fjármálafyrirt. og Seðlab.

12.705

13.675

Önnur innlán

4.131

4.165

Lántökur

53.258

39.828

Aðrar skuldir

293

204

Víkjandi lán

2.430

1.126

Veltufjárskuldir

7

17

Skattskuld

2.094

916

Eigið fé

12.007

5.735

Skuldir og eigið fé samtals

86.925

65.666

 

Rekstrarreikningur 2002-2004:

Milljónir króna

2004

2003

2002

Hreinar vaxtatekjur

629

541

492

Aðrar rekstrartekjur

1.233

477

494

Hreinar rekstrartekjur

1.862

1.018

986

Önnur rekstrargjöld

-654

-589

-625

Virðisrýrnun útlána

-220

-222

-205

Hagnaður fyrir skatta

988

206

156

Skattar

-181

-43

-30

Hagnaður eftir skatta

806

163

125

 

 

Efnahagsreikningur 2002-2004:

Milljónir króna

2004

2003

2002

Kröfur á lánastofnanir

15.389

13.865

21.599

Útlán

14.818

10.973

9.186

Markaðsverðbréf og eign í félögum

10.304

9.927

11.168

Aðrar eignir

5.609

2.811

2.292

Eignir samtals

46.120

37.577

44.244

 

 

 

 

Skuldir við lánastofnanir

33.605

27.790

33.230

Innlán

2.265

1.305

1.736

Lántökur

5.387

4.707

5.732

Aðrar skuldir

493

254

218

Víkjandi lán

1.134

1.091

1.062

Eigið fé

3.236

2.430

2.267

Skuldir og eigið fé samtals

46.120

37.577

44.244

 

 

Helstu kennitölur 2002-2006:

 

2006

2005

2004

2003

2002

Kostnaðarhlutfall

12,8%

18,8%

35,1%

57,9%

63,4%

Vaxtamunur

1,8%

1,6%

1,6%

1,4%

1,0%

Arðsemi eigin fjár eftir skatta

63,8%

54,3%

28,5%

7,0%

5,7%

Eiginfjárhlutfall (CAD)

17,0%

12,5%

11,8%

14,3%

15,7%

Eiginfjárhlutfall (eiginfjárþáttur A)

12,1%

8,8%

6,9%

9,8%

11,2%

Heilsársstörf (meðaltal yfir árið)

67

56

55

54

59

Stöðugildi í árslok

71

58

53

54

53

 

 

3. Áhrif af innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS)

Ársreikningur Icebank er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu. Þetta er fyrsti ársreikningur bankans sem gerður er samkvæmt stöðlunum. Innleiðing þeirra leiðir til talsverðra breytinga á framsetningu á rekstrar- og efnahagsreikningi bankans. Starfsemi bankans hefur hins vegar verið með þeim hætti að innleiðing staðlanna hefur í flestum tilvikum tiltölulega lítil áhrif á einstakar stærðir í rekstrar- og efnahagsreikningi bankans. Samanburðartölur fyrir 2005 hafa verið færðar til samræmis við reglur IFRS.

 

Breytingar sem urðu á mati á eignum og skuldum bankans hafa óveruleg áhrif á eigið fé bankans, heildareignir og eiginfjárhlutfall. Helstu áhrifin eru þau að bakfæra þurfti áður tekjufærð lántökugjöld um 29,1 m.kr. og áður gjaldfærð lántökugjöld um 35,9 m.kr. Samkvæmt nýjum reikningsskilum eiga lántökugjöld að dreifast yfir líftíma lána í stað þess að tekju- eða gjaldfærast strax við lánveitingu eða lántöku. Í samræmi við alþjóðlegu reikningsskilastaðlana er bankanum skylt að fara yfir öll útlán til að kanna hvort raunverulegar vísbendingar um virðisrýrnun séu til staðar. Sé svo eru metin áhrif á vænt sjóðstreymi útlánsins. Mismunur á núvirtu áætluðu sjóðstreymi og bókfærðu virði útlánsins er fært sem virðisrýrn í rekstrarreikning. Leiðrétting á afskriftareikningi útlána vegna þessa leiddi til hækkunar á eigin fé um 41 m.kr. að teknu tilliti til tekjuskatts miðað við árslok 2005.

 

4. Ný framtíðarsýn

Í fyrra samþykktu eigendur Icebank nýja framtíðarsýn fyrir bankann. Samhliða því sem ákveðið var að breyta áherslum í starfseminni var ákveðið að breyta nafni bankans úr Sparisjóðabanki Íslands í Icebank. Bankinn er viðskiptabanki sem leggur áherslu á heildsölu- og fjárfestingarbankastarfsemi gagnvart sparisjóðum, innlendum sem erlendum fjármálafyrirtækjum og öðrum stærri aðilum. Hann er reikn­ings­banki (seðlabanki) sparisjóðanna og þjónustubanki þeirra á sviði erlendra viðs­kipta, lausafjárstýringar og fjármögnunar á innlendum og erlendum fjármálamörk­uðum. Jafnframt veitir hann fyrirtækjum, fagfjárfestum og öðrum umsvifamiklum viðskiptavinum innanlands sem utan víðtæka þjónustu, einkum á sviði erlendra viðskipta, greiðslumiðlunar, fjárstýringar og fjármögnunar. Sérstök áhersla er lögð á langtímalán og gjaldeyris- og afleiðuviðskipti. Bankinn fylgir einnig eftir íslenskum félögum í útrás með ráðgjöf, lánveitingum og þátttöku í fjárfestingum samhliða því að taka þátt í sambankalánum og sérhæfðum lánaverkefnum hér á landi og erlendis.

 

5. Horfur fyrir árið 2007

Horfur fyrir árið 2007 eru góðar en ekki er búist við að hin mikla arðsemi síðustu þriggja ára endurtaki sig. Verið er að fjölga starfsfólki og búa bankann á ýmsan annan hátt undir það að hrinda í framkvæmd nýrri framtíðarsýn núverandi hluthafa. Gert er ráð fyrir að það hægi á hagvexti hér á landi á þessu ári eftir uppgangsskeið síðustu ára en vegna sérhæfðrar starfsemi bankans innanlands er ekki gert ráð fyrir að það hafi mikil áhrif á tekjur eða hagnað. Á móti kemur einnig að horfur í starfsemi bankans erlendis eru jákvæðar og gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að vaxa. 

 

6. Aðalfundur og arðgreiðsla

Aðalfundur Icebank verður haldinn föstudaginn 23. mars nk. Bankaráð mun á fundinum leggja til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu 2007 heldur verði hagnaðurinn nýttur til að styrkja eiginfjárstöðu bankans og leggja þannig grunn að frekari vexti hans.

 

7. Hluthafar

Allir sparisjóðir eru hluthafar í Icebank. Þeir eru nú 21. Fimm þeirra eiga meira en 5% hlut í bankanum: Sparisjóður vélstjóra (28,7%), Spari­sjóður Reykjavíkur og nágrennis (24,5%), Sparisjóðurinn í Keflavík (12,2%), Spari­sjóð­ur Mýrasýslu (8,7%) og Sparisjóður Kópavogs (5,6%). Í nýrri framtíðarsýn bankans er gert ráð fyrir opnun eignarhalds og að hlutabréf verði skráð í Kauphöllinni.

 

 


Back