Hér með tilkynnist að þann 30. desember s.l. var haldinn
hluthafafundur í Jarðborunum sem samþykkti skiptinguna sem lýst var í
tilkynningunni 27. nóvember s.l. Þann sama dag samþykkti stjórn Atorku Group hf
samrunaáætlun um yfirtöku á eignarhaldsfélaginu sem tekur við skuldabréfaflokkunum
við skiptingu Jarðborana.
Er þar með lokið þeim ráðstöfunum sem greint var frá í
tilkynningunni 27. nóvember s.l.