Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  Íslensk útgáfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
ATOR
JRDB
Atorka tekur yfir skuldabréfaflokka Jarđborana samhliđa endurfjármögnun   27.11.2006 09:49:43
News categories: Bonds news      Íslenska  English
 Jarđboranir - Fréttatilkynning.pdf
 Jarđboranir - Press Release.pdf
 Skiptingaráćtlun.pdf
 Yfirlýsing matsmanna.pdf
 Assessors' statement.pdf
 Schedule of division.pdf
Á stjórnarfundi Jarđborana sem haldinn var í dag, 27

Á stjórnarfundi Jarđborana sem haldinn var í dag, 27. nóvember 2006, var ákveđiđ ađ skerpa áherslur í rekstri Jarđborana hf. og gera breytingar á lagalegu skipulagi félagsins. Ćtlunin er, ađ framvegis muni Jarđboranir hf og Björgun ehf. verđa hliđsett á ţann hátt, ađ ţau verđi lögđ inn í nýtt eignarhaldsfélag, Volcano Holding ehf. Samtímis er félagiđ endurfjármagnađ.

 

Yfirstjórn Volcano Holding ehf. verđur sú sama og er nú hjá Jarđborunum hf. og ţetta mun engin áhrif hafa á rekstur samstćđu Jarđborana hf. eins og honum er nú háttađ. Stjórnendur Jarđborana telja ađ ţetta nýja skipulag og fjármögnun muni styđja mjög viđ útrás félagsins og aukin umsvif ţess.

 

Sjá viđhengi

 

Sem liđur í ţessu, var ákveđiđ ađ leggja fram tillögu á hluthafafundi sem haldinn verđur ţann 30. desember 2006 ađ skipta félaginu, miđađ viđ 1. október 2006, í ţrjú félög á grundvelli 133. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög:

-          Jarđboranir hf. sem mun áfram fara međ borrekstur félagsins

-          Sérstakt eignarhaldsfélag um Björgun ehf. og

-          Sérstakt eignarhaldsfélag sem mun taka viđ skuldabréfaflokkum Jarđborana, JRDB 03 1, JRDB 04 1 og JRDB 05 1

 

Félögin ţrjú, sem verđa til viđ skiptinguna, bera eftir hana ábyrgđ á nefndum skuldabréfaflokkum eins og nánar er lýst í ákvćđi 133. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Ţar segir m.a. ađ ţátttökufélög í skiptingu beri óskipta ábyrgđ á skuldbindingum sem hafa stofnast ţegar upplýsingar um skiptingaráćtlun eru birtar upp ađ ţeim nettóverđmćtum sem koma í hlut viđkomandi félags viđ skiptingu.

 

Einnig ákvađ stjórn Atorku Group hf í dag ađ yfirtaka eignarhaldsfélagiđ sem tekur viđ skuldabréfaflokkunum og munu ţeir ţví renna inn í Atorku ţegar nauđsynlegum ráđstöfunum ţar ađ lútandi hefur veriđ lokiđ. Hlutafé Atorku eftir ađ skuldabréfaflokkarnir hafa veriđ yfirteknir verđur óbreytt. Ţetta mun hins vegar gera ţađ ađ verkum ađ Atorka mun fá til sín reiđufé sem nemur fjárhćđ skuldabréfaflokkanna, en mun eftir ađ öllum ráđstöfunum er lokiđ bera ábyrgđ á greiđslu ţeirra.

 

Í gćr voru í tengslum viđ ţetta undirritađir samningar Volcano Holding ehf viđ Landsbanka Íslands sem samanstanda  af 5.000 milljón kr. langtímaláni, 1.000 milljón kr. rekstrarlánalínu og 3.500 milljón króna ádráttarlínu til fyrirtćkjakaupa, og ćtlađir eru til fjármögnunar á samstćđu félagsins. Félagiđ hefur ţessu til viđbótar um tvo milljarđa króna í handbćru fé.

 

“Međ ţessum breytingum er Jarđborunum gert kleift ađ skerpa áherslur á afkomueiningar og styrkja stođir félagsins enn frekar. Jafnframt eykst fjárhagslegur styrkur félagsins sem nýta má til sóknar á erlendum mörkuđum. Breytingarnar munu ekki hafa áhrif á starfsfólk félaganna,” segir Bent Einarsson forstjóri Jarđborana.

“Ţessi ađgerđ veitir Atorku svigrúm og sóknarfćri til enn frekari fjárfestinga samhliđa ţví ađ styrkja fjárhagslegt bolmagn Jarđborana til útrásar,” segir Magnús Jónsson forstjóri Atorku.

 

Allar frekari upplýsingar veita Magnús Jónsson í síma 840 6240 og Bent Einarsson í síma 858 5210.

 


Back