Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  Íslensk útgáfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
EYRI
Eyrir Invest - Hlutafé aukiđ   3.11.2006 10:57:35
News categories: Bonds news      Íslenska  English
Fjárhagslegur styrkleiki Eyris Invest hefur aukist í kjölfar hlutafjáraukningar og innkomu nýrra fjárfesta og međ góđri afkomu á fyrstu 9 mánuđum ársins

Fjárhagslegur styrkleiki Eyris Invest hefur aukist í kjölfar hlutafjáraukningar og innkomu nýrra fjárfesta og međ góđri afkomu á fyrstu 9 mánuđum ársins. 

 

·          Nafnvirđi hlutafjár Eyris Invest ehf. hefur veriđ aukiđ um 10%.

 

·          Hagnađur eftir skatta fyrstu níu mánuđi ársins er 1.534 millj. kr. og ávöxtun eigin fjár tímabilsins reiknast ríflega 16%  sem jafngildir um 22% arđsemi á ársgrunni.

 

·          Nýtt hlutafé verđur ađ fullu innborgađ fyrir árslok 2006.  Eigiđ fé félagsins eftir hlutafjáraukningu og reiknađan hagnađ fyrstu 9 mánuđi ársins er um 11,7 milljarđar.  Eiginfjárhlutfall reiknast rúmlega 47% og eru engir framvirkir hlutabréfasamningar utan efnahags.

 

·          Ţađ er stefna Eyris Invest ađ fjármagna eignarhluta í öđrum félögum til langs tíma.  Međallíftími vaxtaberandi skulda er 4 ár međ meginţunga endurgreiđslna 2009 og 2012.  

 

·          Útgefin skuldabréf sem skráđ eru í Kauphöll Íslands međ gjalddaga áriđ 2012 eru ađ nafnverđi 2.600 millj. kr., ţar af voru skuldabréf fyrir 1.160 millj. kr. útgefin á fyrstu sex mánuđum ársins 2006.

 

 

Árni Oddur Ţórđarson, forstjóri Eyris Invest ehf.  “Fjárhagur Eyris Invest styrkist nú enn frekar međ nýju hlutafé og ánćgjulegt er ađ fá til liđs viđ félagiđ fleiri öfluga fjárfesta.  Afkoma félagsins fyrstu 9 mánuđi ársins er jafnframt í takt viđ arđsemismarkmiđ. Viđ höfum áhuga á ţví ađ breikka hluthafahópinn međ skrefum sem ţessum í framtíđinni.   Eyrir Invest er nú betur í stakk búiđ ađ styđja viđ metnađarfull vaxtarmarkmiđ Marels og Össurar á sama tíma og viđ freistum ţess sem fyrr ađ auka arđsemi félagsins og draga úr áhćttu međ fjölbreyttu erlendu eignasafni í samrćmi viđ stefnu okkar”.

 

 

Hluthafar Eyris Invest eftir hlutafjáraukningu

 

Hluthafi

Eignarhluti:

Ţórđur Magnússon

36,0%

Árni Oddur Ţórđarson

28,5%

Sigurjón Jónsson

13,5%

Straumborg ehf. / Jón Helgi Guđmundsson

10,9%

Arkur ehf. / Steinunn Jónsdóttir

5,0%

Kristinn R. Gunnarsson, Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir

3,8%

Zilko Invest Ltd. / Ólafur Guđmundsson, Kristján Guđmundsson

2,3%

 

100,0%

 

 

Horfur

Eyrir Invest ehf. telur framtíđarhorfur góđar.  Eyrir Invest hefur sett sér markmiđ um 20% árlega međalarđsemi fyrir árin 2006-2010 til samanburđar viđ yfir 60% árlega arđsemi ađ međaltali á árunum 2000-2005. Skammtímasveiflur geta orđiđ á afkomu félagsins í samrćmi viđ sveiflur á fjármálamörkuđum.  Ójafnvćgi er nú mikiđ í íslensku efnahagslífi en meira jafnvćgi og horfur góđar á alţjóđamörkuđum.

 

 

Frekari upplýsingar um Eyri Invest er ađ finna á www.eyrir.is og hjá undirrituđum í síma 525 0200.

 

Reykjavík, 3. nóvember 2006.

 

Árni Oddur Ţórđarson, forstjóri

 


Back