Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  Íslensk útgáfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
NYSI
Nýsir - Dótturfélag kaupir 69% hlutafjár í fasteignarstjórnunarfélaginu Operon   6.10.2006 10:24:08
News categories: Bonds news      Íslenska  English
Nysir UK Limited, sem er dótturfélag Nýsis hf

Nysir UK Limited, sem er dótturfélag Nýsis hf., hefur keypt 69% hlutafjár í breska fasteigna­stjórnunarfélaginu Operon (www.operon.eu.com).  Félagið er með höfuðstöðvar í Harrogate en er með samninga um fasteignastjórnun á byggingum víða um Bretland.  Meðal annars rekur félagið byggingar og veitir margvíslega stoðþjónustu í þeim fyrir bresku ríkisstjórnina, svo sem samgönguráðuneytið og utanríkisráðuneytið.  Einnig skóla, sjúkrahús, skrifstofur og rannsóknastofur.  Þá sinnir félagið einnig rafmagns- og lagnahönnun, verkefnis­stjórnun og byggingastjórnun.  Velta féagsins á árinu 2006 er áætluð um 6 milljarðar króna.  Hjá félaginu starfa um 800 manns.  Meðeigendur Nysir UK í félaginu eru 6 helstu stjórnendur þess.  Landsbanki Íslands vann með Nysir UK Limited að fjármögnun kaupanna.  Kaupverðið er trúnaðarmál. 

 

Með kaupunum á meirihluta hlutafjár í Operon styrkir Nysir UK verulega stöðu sína í einkaframkvæmd og fasteignastjórnun á Bretlandsmarkaði en félagið á fyrir nokkra skóla og skrifstofubyggingar sem leigðar eru opinberum aðilum ásamt stoðþjónustu.

 

Nánari upplýsingar veitir Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis hf., sími 540-6380.

 


Back