Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  Íslensk útgáfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
SIMI
Síminn - 6 mánađa uppgjör 2006   25.8.2006 08:41:11
News categories: Corporate results   Bonds news      Íslenska  English
 Síminn 06 2006.pdf
 Síminn 2Q 2006.pdf
 Síminn Lykiltölur.pdf
 Síminn Key Figures.pdf
Rekstrarhagnađur Símans 2,0 milljarđar

Rekstrarhagnađur Símans 2,0 milljarđar
króna á fyrstu sex mánuđum ársins

 

-Afkoma tímabilsins neikvćđ um 6,4
milljarđa króna vegna gengisţróunar

 

Sala Símans á fyrri helmingi ársins var 11.754 m.kr samanboriđ viđ 10.064 m.kr áriđ áđur sem er 16,8% aukning. Framlegđ eykst úr 4.800 m.kr í 5.525 m.kr eđa um 15,1%.

 

Afkoma Símans eftir skatta á fyrri árshelmingi var neikvćđ um 6.407 m.kr. Hluti skulda Símans er í erlendri mynt en gengistap nam 8.280 m.kr á tímabilinu. Gengisvísitalan var tćplega 105 stig í upphafi ársins en var komin í 134,2 stig viđ lok uppgjörstímabils. Í dag er gengisvísitalan um 124 stig.

 

Rekstrarhagnađur samstćđunnar fyrir afskriftir (EBITDA) var 3.969 m.kr miđađ viđ 3.540 m.kr fyrir sama tímabil í fyrra. Ţađ er aukning um 12,1% eđa sem nemur 429 m.kr. Afskriftir félagsins námu 2.003 m.kr fyrstu sex mánuđi ársins.

 

Rekstrarhagnađur fyrir fjármagnsliđi og skatta (EBIT) nam 1.966 m.kr en var 1.635 m.kr fyrir sama tímabil í fyrra og hefur ţví hćkkađ um 331 m.kr eđa 20%.

 

Handbćrt fé frá rekstri án vaxta og skatta var 4.262 m.kr sem er tćp 11% hćkkun frá sama tímabili í fyrra en ţá var handbćrt fé frá rekstri 3.846 m.kr.

 

Fjárfestingar samstćđunnar í varanlegum rekstrarfjármunum (CAPEX) námu 894 m.kr á tímabilinu en námu 1.760 m.kr á sama tíma í fyrra.

 

Samkvćmt efnahagsreikningi voru heildareignir samstćđunnar 84.827 m.kr. Eigiđ fé félagsins nam 26.250 m.kr í lok júní 2006. Eiginfjárhlutfall er ţví 30,9%.

 

Fjögur dótturfélög eru innifalin í samstćđureikningi Símans: Anza hf., Upplýsingaveitur ehf., Skíma ehf. og Tćknivörur ehf.

 

„ Rekstur Símans hefur gengiđ vel enda er rekstrarhagnađur Símans á fyrri helmingi ársins um 2 milljarđar, salan hefur aukist um 17% og veltufé frá rekstri er gott sem er jákvćtt. Aftur á móti hefur óhagstćđ gengisbreyting krónunnar á árinu haft töluverđ áhrif á efnahag Símans eins og hjá mörgum öđrum fyrirtćkjum,” segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans.

 

Hlutdeild Símans á fjarskiptamarkađi er góđ og tekjur af fjarskiptastarfsemi fara vaxandi. Síminn fjölgađi á síđasta ári tekjustraumum sínum og hefur á árinu fest sig í sessi sem dreifingarfyrirtćki fyrir sjónvarpsţjónustu. Útrás Símans er hafin og töluverđ vinna hefur ţegar átt sér stađ á erlendri grundu ţar sem nýrra vaxtartćkifćri eru nú könnuđ. Áherslur á nćstunni munu einkennast m.a. af aukinni samţćttingu fjarskipta-og upplýsingatćkni.

 

Stjórn Símans samţykkti sex mánađa uppgjör Símans í dag.

 

Međfylgjandi gögn: Samanburđartölur úr rekstri.

 

Frekari upplýsingar veita: Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sími 5506003 og Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sími 892 6011.

 

 

 

 


Back