Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  slensk tgfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
SPM
Sparisjur Mrasslu - 6 mnaa uppgjr   21.7.2006 16:26:37
News categories: Corporate results   Bonds news      slenska
 Sparisjur Mrasslu - 6 mnaa uppgjr.pdf
Merging of Shares from Share Offering in June 2006

Afkoma Sparisjóðs Mýrasýslu fyrstu 6 mánuði ársins 2006

Hagnaður 602,7 millj. kr.

 

Helstu tölur úr árshlutauppgjöri og aðrar upplýsingar um rekstur fyrstu 6 mánuði ársins ásamt áætlun um árið í heild.

Rekstur samstæðunnar

ü        Samstæðan skilaði 711,5 millj. kr. hagnaði fyrir skatta fyrstu sex mánuði ársins miðað við 261,9 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2005. Að teknu tilliti til reiknaðra skatta er hagnaður samstæðunnar 602,7 millj. kr. samanborið við 213,1 millj. kr. fyrrihluta ársins 2005.

ü        Vaxtatekjur námu 1.651,6 millj. kr. fyrstu sex mánuði ársins 2006 en það er 113,0% hækkun frá sama tímabili ársins 2005.

ü        Vaxtagjöld hækkuðu um 179,3% frá fyrri hluta ársins 2005 og námu 1.324,7 millj. kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2006.

ü        Hreinar rekstrartekjur voru 1.195,8 millj. kr. á móti 634,6 millj. kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2005. Hreinar rekstrartekjur hafa hækkað um 88,4% frá fyrri hluta ársins 2005.

ü        Framlag í afskriftarreikning útlána nam 93,9 millj. kr. á fyrri helming ársins 2006 en var 68,4 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2005.

ü        Rekstrargjöld sparisjóðsins voru 390,4 millj. kr. á fyrri hluta ársins en voru 304,3 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2005.

ü        Rekstrarkostnaður sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum er 32,6% miðað við 48,0% fyrir fyrri hluta ársins 2005. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum er nú 1,2% en var 1,5% fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2005.


Efnahagur og eigið fé samstæðunnar

ü        Heildareignir samstæðunnar eru 31.457,7 millj. kr. 30. júní 2006 miðað við 25.698,2 millj. kr. í lok árs 2005, hafa þær vaxið um 22,4% fyrstu sex mánuði ársins 2006.

ü        Útlán samstæðunnar hafa aukist um 22,3% á árinu og nema þau 25.617,2 millj. kr. 30. júní 2006.

ü        Innlán samstæðunnar hafa aukist um 19,7% fyrstu sex mánuði ársins og nema 13.556,0 millj. kr. 30. júní 2006.

ü        Eigið fé Sparisjóðs Mýrasýslu var 2.696,1 millj. kr. 30. júní 2006 en var 2.094,7 millj. kr. í árslok 2005, aukningin er 28,7%.

ü        Eiginfjárhlutfall samstæðunnar samkvæmt CAD-reglum er 11,2% þann 30. júní 2006 en var 11,0% 31. desember 2005.

Fréttir af starfsemi

ü        Þann 24. júní 2006 keypti dótturfélagið Sparisjóður Siglufjarðar rekstur og eignir Glitnis hf. á Siglufirði. Eignir og skuldir sem voru yfirteknar við kaupin eru hluti af samstæðureikningsskilum sparisjóðsins 30. júní 2006.

ü        Sparisjóður Mýrasýslu opnaði útibú að Stillholti 18 á Akranesi 23. febrúar 2006. Auk þess að sinna almennri bankastarfsemi þar, rekur sparisjóðurinn umboðsskrifstofu frá Tryggingamiðstöðinni hf..

ü        Meginhluta gengishagnaðar Sparisjóðs Mýrasýslu má rekja til uppfærslu og innlausnar á eignarhlut sparisjóðsins í Exista ehf.

ü        Rekstur Sparisjóðs Mýrasýslu hefur staðist þær áætlanir sem gerðar voru í ársbyrjun og bendir allt til að reksturinn verði á áætlun í árslok.

ü        Sparisjóður Ólafsfjarðar og Sparisjóður Siglufjarðar eru dótturfélög Sparisjóðs Mýrasýslu, en eru báðir reknir sem sjálfstæðar einingar.

ü        Við gerð árshlutareikningsins voru notaðar sömu reikningsskilaaðferðir og árið áður.

 


Back