Ársreikningur samstæðu
Jarðborana hf. fyrir árið 2005 var lagður fram og staðfestur af stjórn og
forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag, mánudaginn 20. febrúar 2006.
Tekjur á árinu 2005 námu 4.515
milljónum króna samanborið við 3.870 milljónir á sama tíma árið áður. Veltuaukning er því um 16,7%.
Rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.180 milljónum króna en var 936
milljónir á sama tíma í fyrra.
Rekstrarhagnaður, EBIT, nam 943
milljónum króna en var 734 milljónir árið áður. Aukning milli ára nemur því 28,4%.
Hagnaður tímabilsins nam 634
milljónum króna samanborið við 458 milljónir á sama tíma árið 2004.
Hagnaður á hlut var 1,61 króna
samanborið við 1,15 krónu árið áður.
Reikningsskilaaðferðum hefur
verið breytt til samræmis við alþjóðlega reikningskilastaðla (e. International
Financial Reporting Standards).
Samanburðartölum fyrra árs hefur verið breytt til samræmis.
Samstæða Jarðborana
samanstendur af fimm félögum, móðurfélaginu Jarðborunum, Iceland Drilling Ltd.,
Björgun, Einingaverksmiðjunni (hluta ársins) og Byggingafélaginu Húsi. Félögin
eru með rekstur á Íslandi, Azoreyjum og í Ungverjalandi.
Eftirfarandi eru helstu niðurstöður úr ársreikningi Jarðborana
Rekstur ársins 2005 í milljónum króna
|
|
|
|
|
|
|
|
|
2005
|
|
2004
|
|
|
|
|
Rekstrartekjur
|
4.515
|
|
3.871
|
Framkvæmdakostnaður
|
3.228
|
|
2.808
|
Framlegð
|
1.287
|
|
1.063
|
|
|
|
|
Annar rekstrarkostnaður
|
344
|
|
328
|
|
|
|
|
Rekstrarhagnaður (EBIT)
|
943
|
|
734
|
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
|
(229)
|
|
(177)
|
Hagnaður af sölu dótturfélags
|
90
|
|
0
|
Hagnaður fyrir skatta
|
804
|
|
558
|
Skattar
|
(170)
|
|
(99)
|
Hagnaður
|
634
|
|
458
|
|
|
|
|
EBITDA
|
1.180
|
|
936
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Hlutfall af tekjum
|
|
|
|
|
|
|
|
Framlegð
|
28,5%
|
|
27,5%
|
Ebitda
|
26,1%
|
|
24,2%
|
Hagnaður
|
14,0%
|
|
11,8%
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Efnahagur í árslok
|
31.12.2005
|
|
31.12.2004
|
|
|
|
|
Fastafjármunir
|
4.206
|
|
4.523
|
Veltufjármunir
|
4.246
|
|
2.795
|
Eigið fé
|
2.993
|
|
2.636
|
Skuldir
|
5.458
|
|
4.681
|
|
|
|
|
Sjóðstreymi
|
31.12.2005
|
|
31.12.2004
|
|
|
|
|
Veltufé frá rekstri
|
941
|
|
782
|
Handbært fé frá rekstri
|
1.303
|
|
40
|
|
|
|
|
Kennitölur í árlok 2005
|
|
|
|
|
|
|
|
Arðsemi eigin fjár
|
26,6%
|
|
21,0%
|
Veltufjárhlutfall
|
3,4
|
|
1,4
|
Eiginfjárhlutfall
|
35,4%
|
|
35,6%
|
Hagnaður pr.hlut í krónum
|
1,61
|
|
1,15
|
Alþjóðlegir
reikningsskilastaðlar, IFRS
Jarðboranir
hafa undirbúið upplýsingakerfi sitt og tekið í notkun alþjóðlega
reikningsskilastaðla frá og með árinu 2005. Reikningsskil ársins 2005 hafa
verið löguð að þeim breytingum og bókfærðri eiginfjárstöðu í ársbyrjun 2005
breytt til samræmis.
Við
innleiðingu IFRS var einkum breytt mati á birgðum, hlutabréfum og afskriftum
rekstrarfjármuna sem höfðu áhrif á efnahag og afkomu félagsins. Heildaráhrif
eru þau að hagnaður ársins 2004 verður 458 milljónir króna en var áður birtur
432 milljónir króna. Við breytinguna lækkar eigið fé 1. janúar 2004 um 35
milljónir króna. Hinn 31. desember 2004 verður það 2.636 milljónir króna en var
í fyrri reikningsskilum 2.659 milljónir króna.
Góð afkoma á árinu 2005
Rekstrartekjur
samstæðu Jarðborana á árinu 2005 námu 4.515 milljónum króna, en voru 3.870
milljónir á sama tíma árið á undan og jukust því um 16,7%. Rekstrargjöld
fyrirtækisins með afskriftum á tímabilinu voru 3.572 milljónir, borið saman við
3,136 milljónir á sama tíma árið áður og hækkuðu því um 13,9%.
Rekstrarhagnaður
samstæðu Jarðborana á árinu 2005, fyrir fjármagnsliði og skatta, nam 943
milljónum króna en var 734 milljónir á sama tíma árið á undan. Fjármagnsgjöld
félagsins á árinu voru 229 milljónir króna borið saman við 177 milljónir árið á
undan.
Hagnaður
fyrir skatta er 804 milljónir króna, samanborið við 558 milljónir á sama tíma
árið áður. Reiknaðir skattar voru 170 milljónir borið saman við 99 milljónir
árið áður. Hagnaður á árinu 2005 nam því 634 milljónum en var 458 milljónir á
árinu 2004. Hagnaðurinn samsvaraði 14% af heildartekjum, samanborið við 11,8%
af heildartekjum ársins 2004. Veltufé frá rekstri var 941 milljón króna en var
782 milljónir á sama tíma á fyrra ári. Veltufjárhlutfall er 3,4.
Heildarhlutafé
Jarðborana er 400 milljónir króna að nafnverði. Eigið fé var 2.993 milljónir
31. desember s.l. og eiginfjárhlutfall er nú 35,4%.
Heildareignir
félagsins voru 8.452 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar
félagsins námu 5.458 milljónum.
Fjárfestingar
í varanlegum rekstrarfjármunum námu 383 milljónum króna en voru 928 milljónir
króna árið áður.
Rekstur
samstæðunnar greinist þannig á ársfjórðunga:
|
2005
|
2005
|
2005
|
2005
|
2005
|
|
1.
árs-
|
2.
árs-
|
3.
árs-
|
4.
árs-
|
Allir
|
|
fjórðungur
|
fjórðungur
|
fjórðungur
|
fjórðungur
|
Fjórðungar
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Rekstrartekjur
|
1.005.555
|
1.306.234
|
1.249.292
|
954.270
|
4.515.351
|
Rekstrargjöld án afskrifta
|
780.224
|
976.365
|
934.073
|
644.230
|
3.334.892
|
Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA)
|
225.332
|
329.868
|
315.219
|
310.040
|
1.180.459
|
|
|
|
|
|
|
Afskriftir
|
57.795
|
61.135
|
60.792
|
57.511
|
237.234
|
Rekstrarhagnaður (EBIT)
|
167.536
|
268.733
|
254.427
|
252.529
|
943.226
|
|
|
|
|
|
|
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)
|
(3.430)
|
(62.429)
|
(76.968)
|
(86.339)
|
(229.166)
|
Hagnaður fyrir skatta
|
164.106
|
206.304
|
177.459
|
166.190
|
714.060
|
|
|
|
|
|
|
Hagnaður af sölu dótturfélags
|
|
|
90.158
|
|
90.158
|
|
|
|
|
|
|
Skattar tímabilsins
|
(28.117)
|
(43.336)
|
(64.716)
|
(34.055)
|
(170.224)
|
|
|
|
|
|
|
Hagnaður tímabilsins
|
135.989
|
162.968
|
202.901
|
132.135
|
633.994
|
Starfsmenn
Starfsmenn samstæðu
Jarðborana voru að jafnaði 151 á árinu 2005. Hjá Jarðborunum innanlands
störfuðu 83 starfsmenn en starfsmenn erlendis voru 23. Starfsmenn Björgunar
voru 45.
Helstu þættir úr starfseminni innanlands
Góður
vöxtur var í starfsemi samstæðu Jarðborana á árinu 2005 sem kemur fram í um
16,7% veltuaukningu. Þar ber hæst aukin umsvif í borstarfsemi auk nýrra
viðfangsefna á sviði byggingariðnaðar.
Rekstur
Björgunar gekk vel á árinu 2005 og er fjárhagur félagsins traustur. Efnissala
var ágæt á árinu enda mikið byggt og malbikað á markaðssvæði félagsins.
Vinna
við strandhverfin á Sjálandi og á Kársnesi í Kópavogi heldur áfram. Dælingum
við landgerð á Sjálandi er lokið og byggingar langt komnar í öðrum áfanga
hverfisins og unnið er við lagningu gatna og lagna í þriðja áfanga. Þess má
geta að smíði bygginga í þriðja og síðasta áfanga Sjálands hófst nú um síðustu
áramót.
Sem
eðlilegt er hafa hækkanir á lóðaverði og húsbyggingum á árinu 2005 jákvæð áhrif
á rekstur Björgunar. Ágætur stígandi var í landfyllingum og hafin var bygging á
öðru fjölbýlishúsinu á vegum fyrirtækisins.
Framkvæmdir
eru hafnar við byggingu fjölbýlishúss að Strandvegi 5 við Sjáland í Garðabæ og
er húsið nú fokhelt. Mikil spurn hefur verið eftir íbúðum við Sjáland og eru
bundnar góðar vonir við sölu þessara íbúða en tvær íbúðir í húsinu eru þegar
seldar. Þetta er annað byggingaverkefnið sem ráðist er í á Sjálandi en lokið
var við fjölbýlishús að Strandvegi 7 á síðasta ári.
Á
árinu 2005 hefur borrekstur félagsins einkum snúist um áframhaldandi verkefni
frá árinu áður við háhitaboranir, en í upphafi árs voru í gildi allstórir
verksamningar um háhitaboranir, bæði fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu
Suðurnesja. Bæði þessi verk tengjast stækkun Norðuráls á Grundartanga eins og kunnugt
er. Árangur af borunum hefur verið góður og í samræmi við áætlanir verkkaupa.
Verkefnin fyrir Orkuveitu Reykjavíkur hafa auk háhitaborana tekið til borunar á
niðurrennslisholum, vatnstökuholum, vatnskönnunarholum og svelgholum. Stóran
hluta ársins hafa því verið allt að fjórir borar að verki á heiðinni. Hluti
borflotans, þ.m.t. hinn nýi hátæknibor Jarðborana, Geysir, hefur nú þegar borað
dýpstu háhitaholu landsins á Reykjanesi en holan er 3.060 m djúp.
Auk
háhitaverkefna hafa verið veruleg umsvif við lághitaboranir fyrir hitaveitur
víðsvegar um landið og má þar nefna borun á Hjalteyri við Eyjafjörð fyrir
Norðurorku, borun rannsóknarholu í Vestmannaeyjum fyrir Hitaveitu Suðurnesja og
einkar vel heppnað verkefni við Urriðavatn fyrir Hitaveitu Egilsstaða og
Fella.
Auk
ofangreindra framkvæmda hafa minni borar félagsins vart annað eftirspurn við
rannsóknarboranir, sérstaklega fyrir jarðhita sem og ýmiss konar
mannvirkjagerð.
Hinn
29.8. s.l. undirrituðu Jarðboranir samning um sölu á öllum hlutabréfum sínum í
Einingaverksmiðjunni og nær rekstur Einingaverksmiðjunnar í samstæðu Jarðborana
til þess tíma.
Starfsemin erlendis
Verkefnin á Azoreyjum
gengu afar vel á árinu en jarðborinn Jötunn boraði sína síðustu háhitaholu í
þessum áfanga í desember s.l. Framkvæmdin gekk samkvæmt áætlun og stóðst
væntingar um afköst. Um 23 starfsmenn komu að verkinu á Azoreyjum en verkefnið fengu Jarðboranir og dótturfélagið,
Iceland Drilling (UK) Ltd. í kjölfar alþjóðlegs útboðs innan EES. Er
samningurinn hinn stærsti sem Jarðboranir hafa gert vegna framkvæmda erlendis
en síðari hluti framkvæmdanna var boðinn út í lok ársins og eru vonir bundnar
við að Iceland Drilling hljóti verkefnið.
Verkkaupinn, Soego, er
metnaðarfullt fyrirtæki sem gerir miklar kröfur til verktaka líkt og á við um
íslensku orkufyrirtækin. Stefna heimamanna er að nýta orkuna á eyjunum
markvisst og á fjölbreyttan hátt og m.a. hefur verið ákveðið að tvöfalda
framleiðslu á vistvænni orku á árinu 2007. Stefnt er að frekara samstarfi Soego
og Jarðborana þar sem horft verður sérstaklega til fjölnýtingar jarðhita, en
þar fara áherslur fyrirtækjanna greinilega saman, auk þess sem sú vakning sem
er í umhverfismálum þar ytra fellur vel að umhverfisstefnu Jarðborana.
Samhliða
hinu mikilvæga háhitaverkefni á Azoreyjum er á vegum Iceland Drilling unnið að
frekari öflun verkefna á erlendri grund, í Þýskalandi, Póllandi, Austurríki,
Austur-Evrópu og víðar. Auknar horfur eru á að eignaraðild Jarðborana að
fyrirtækinu Enex, sem vinnur að verkefnaöflun víða um heim, geti skilað
árangri. Fyrstu verkefni Enex ytra eru nú að fara af stað en mörg verkefni
félagsins tengjast boriðnaði. Í hópi hluthafa Enex eru öll stærstu
þekkingarfyrirtækin á sviði orkuiðnaðar á Íslandi, bæði veitufyrirtæki og
ráðgjafarfyrirtæki.
Starfsemi
Jarðborana erlendis hefur tekið breytingum á undanförnum árum í samræmi við
framtíðarsýn félagsins. Ötullega verður unnið að því áfram að efla starfsemina
ytra með hliðsjón af fyrri árangri og nýjum sóknarfærum.
Framtíðarhorfur
Verkefnastaða
samstæðu Jarðborana innanlands sem utan árið 2006 er afar góð og horfur eru á
veltuaukningu á milli ára.
Helstu
verkefni ársins á sviði borframkvæmda eru fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á
Hellisheiði og Hengilssvæði en samningur milli Orkuveitu Reykjavíkur og
Jarðborana er undirritaður var í nóvember s.l. nær til ársins 2009. Þessi
samningur er sá stærsti og mikilvægasti sem fyrirtækið hefur gert. Samningurinn
tekur til borunar á yfir 40 holum, þar af 30 háhitaholum á Hellisheiði og
Hengilssvæði. Aðrar helstu framkvæmdir eru fyrir Hitaveitu Suðurnesja á
Reykjanesi og Landsvirkjun og Þeistareyki ehf á vestursvæði Kröflu,
Bjarnarflagi og að Þeistareykjum en samningur um ofangreind verkefni var
undirritaður í janúar 2006.
Áfram
verður unnið á vegum Björgunar að undirbúningi verkefna á sviði strandhverfa á
Sjálandi og í Kópavogi.
Ársreikningur Jarðborana
Ársreikning Jarðborana fyrir árið 2005 má nálgast á
heimasíðu félagsins www.jardboranir.is
Hlutverk félagsins og framtíðarsýn
Hlutverk
Jarðborana er að afla viðskiptavinum sínum og hluthöfum verðmæta og auka þannig
hagsæld í samfélaginu. Félagið annast framkvæmdir á alþjóðlegum vettvagni
og felst starfsemin einkum í nýtingu auðlinda í jörð, vinnslu jarðefna,
landgerð og gerð mannvirkja.
Í krafti frumkvæðis,
kunnáttu og markaðsstarfs einsetja
Jarðboranir sér að njóta alþjóðlegrar viðurkenningar sem færustu sérfræðingar á
sínu sviði og ávinna sér traustan og vaxandi sess sem framúrskarandi
fjárfestingarkostur.
Stjórn félagsins og forstjóri
Stjórn Jarðborana skipa:
Guðmundur Þóroddson, formaður, Þorsteinn Vilhelmsson, Magnús Jónsson, Hrafn
Magnússon og Aðalsteinn Karlsson.
Forstjóri félagsins er Bent S. Einarsson.
Nánari upplýsingar veitir
Bent S. Einarsson, forstjóri.