Í
dag, 16. janúar 2006, var gert fullnaðaruppgjör vegna innlausnar á
kaupréttarsamningum sem Jarðboranir gerðu við starfsmenn sína 1. október
2002. Uppgjörið fór fram í tengslum við
innlausn Atorku hf. á öllum hlutabréfum í Jarðborunum hf. Félagið hefur afgreitt innlausn
kaupréttarsamninga fjórum sinnum á ári, en vegna innlausnar hlutabréfa var
innlausnartímabil vegna fjórða árshluta 2005 og fyrsta árshluta 2006 sameinað í
eitt fullnaðaruppgjör.
Alls
voru 44 kaupréttir innleystir á tímabilinu.
Innlausnarfjárhæð var kr. 5.635.635 að nafnverði og kr. 32.348.858 að
kaupverði. Kaupréttargengi skv.
samningunum er 5,74 á hvern hlut nafnverðs.
Með þessari innlausn hafa allir kaupréttarsamningar sem gerðir voru við
starfsmenn Jarðborana hf. árið 2002 verið gerðir upp.
Jarðboranir
hf. mun efna skuldbindingar sínar vegna innlausnar kaupréttarsamninga með sölu
eigin hluta að nafnverðsfjárhæð kr. 5.635.635.
Á
grundvelli kaupréttarsamninga sem gerðir voru í október 2002, hafa eftirtaldir
innherjar í Jarðborunum keypt hluti í félaginu á genginu 5,74.
|
|
|
|
|
|
|
|
Fruminnherji
|
Starfsheiti
|
Nafnverð
|
Kaupverð
|
Gengi
|
Eign fyrir viðskipti
|
Eign eftir viðskipti
|
Eign fjárhags-lega tengdra
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Örn
Sigurðsson
|
fjármálastjóri
|
895.470 kr.
|
5.139.994 kr.
|
5,74
|
739.530
|
1.635.000
|
0
|
Bent
S. Einarsson
|
forstjóri
|
1.595.470 kr.
|
9.158.056 kr.
|
5,74
|
1.668.267
|
3.263.737
|
0
|
Þór
Gíslason
|
framkvæmdastjóri
|
790.940 kr.
|
4.539.983 kr.
|
5,74
|
104.530
|
895.470
|
0
|