Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  Íslensk útgáfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
NYSI
Nýsir - 6 mánaða uppgjör   6.9.2004 16:32:10
News categories: Corporate results   Bonds news      Íslenska
 Nýsir062004.pdf
Stjórn Stáltaks hf samþykkti í dag, 8

Liðurinn breyting á skammtímaskuldum á að vera 40.854 í stað þess að vera (11.181) eins og var í fyrri útgáfu.

 

Stjórn Nýsis hf samþykkti á stjórnarfundi 3. september 2004, árshlutareikning samstæðunnar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2004.

 

Fastafjármunir nema í júnílok 5.277 milljónum kr. og veltufjármunir 108 milljónum kr.  Eignir eru samtals 5.385 milljónir kr. Skuldir og skuldbindingar samstæðunnar nema 4.437 milljónum kr. og eigið fé í júnílok er 948 milljónir kr. að meðtaldri hlutdeild minnihluta.  Velta samstæðunnar á tímabilinu var 288 milljónir kr. og varð hagnaður af starfseminni sem nam samtals 92 milljónum kr.

 

Helstu lykiltölur úr samstæðuárshlutareikningi 30. júní 2004 eru birtar hér að neðan í þús. króna.:

 

  

1/1 - 30/6 04

1/1 - 30/6 03

Rekstrarreikningur

(´000)

(´000)

 

 

 

Rekstrartekjur

288.009

134.437

Rekstrarkostnaður fjárfestingaeigna

(7.991)

0

Annar rekstrarkostnaður

(141.752)

(86.077)

Matsbreyting fjárfestingaeigna

125.702

0

Rekstrarhagnaður

263.968

48.359

Fjármagnsliðir

(162.561)

(28.389)

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga

8.748

0

Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta

110.156

19.970

Reiknaður tekjuskattur

(20.558)

(5.133)

Hlutdeild minnihluta í afkomu dótturfélaga

2.094

(7.328)

Hagnaður ársins

91.692

7.510

 

 

 

Efnahagsreikningur

30/6/2004

1/1 2004

Eignir:

 

 

Fastafjármunir

5.276.808

5.049.578

Veltufjármunir

108.638

155.060

Eignir samtals

5.385.446

5.204.638

 

 

 

Skuldir og eigið fé samtals:

 

 

Eigið fé

948.703

868.105

Langtímaskuldir

4.176.376

3.156.625

Skammtímaskuldir

260.367

1.179.908

 

 

 

Kennitölur og sjóðsteymi

 

 

Eiginfjárhlutfall

17,6%

16,7%

Eiginfjárhlutfall með víkjandi láni

21,4%

21,3%

Veltufjárhlutfall

0,42

0,13

 

 

 

Veltufé frá rekstri

33.104

37.835

 

Reksturinn á tímabilinu

 

Árshlutareikningur Nýsis hf er samstæðureikningur Nýsis hf og dótturfélaga.  Í júnílok eru dótturfélögin átta talsins, Grípir ehf, Iði ehf, Þekkur ehf, Stofn fjárfestingafélag ehf, Nýtak ehf, Salus ehf, Sjáland ehf og Hafnarslóð ehf.  Auk þess á Stofn fjárfestingafélag ehf tvö dótturfélög, Laugahús ehf og Laugakaffi ehf og eru þau einnig innifalin í samstæðureikningum.

 

Um s.l. áramót tók Heilsumiðstöðin í Laugardal til starfa sem og Heilsugæslan í Salahverfi   Í ágúst keypti Nýsir hf allt hlutafé Borgarhallarinnar hf sem er eignar- og rekstraraðili íþróttamiðstöðvarinnar Egilshallar í Grafarvogi.   Auk þessa var unnið að ýmsum ráðgjafarverkefnum fyrir fyrirtæki og opinbera aðila.

 

Breytingar á reikningsskilaaðferðum

 

Nýsir hf hefur hafið vinnu við upptöku alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS) og hyggst ljúka upptöku þeirra að fullu fyrir árslok 2004.  Mesta breyting á reikningsskilunum samstæðunnar er sú að í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal nr. 40 (IAS) eru fasteignir til útleigu flokkaðar sem fjárfestingaeignir.  Þessar eignir eru samkvæmt því metnar á gangvirði og áhrif þess eru nú færð í reikningsskil félagsins í fyrsta sinn.  Mat á þessum eignum var gert í fyrsta skipti miðað við 1. janúar 2004.  Þar sem ekki lá fyrir samskonar mat á þessum eignum 1. janúar 2003 eru þær metnar á bókfærðu verði eins og það var þá.   Samanburðartölum í efnahagsreikningi hefur verið breytt til samræmis við þessar breytingar, en samanburðartölur í rekstrarreikningi og sjóðstreymi eru eins og þær voru í árshlutareikningi 30. júní 2003.  Innréttingar og áhöld sem tengjast fjárfestingaeignunum eru færðar sem hluti af þeim.  Tekjuskattsskuldbindingu hefur verið breytt til samræmis við nýtt mat eigna.

 

Önnur áhrif af upptöku alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna verða óveruleg á reikningsskil samstæðunnar.                                         

 

Framtíðaráform

 

Félagið hefur tekist á hendur aukin verkefni á sviði einkaframkvæmdar, fasteignastjórnunar og rekstrarverktöku. Gengið hefur verið frá samningum við Hafnafjarðarbæ um byggingu og rekstur íþróttahúss við Lækjarskóla og við Garðabæ um byggingu og rekstur leikskóla á Sjálandi, hvoru tveggja í einkaframkvæmd og verða þessar byggingar teknar í notkun á árinu 2005.  Gert er ráð fyrir örum vexti í starfsemi Menntaskólans Hraðbrautar,  Heilsugæslunnar í Salahverfi og Heilsumiðstöðvarinnar í Laugardal.  Auk þess eru ýmis áform um ný verkefni bæði innanland og erlendis.  Áætluð velta Nýsis hf og dótturfélaga á árinu 2004 er rúmlega 600 milljónir kr.

 

Nánari upplýsingar veita Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri félagains í síma 540-6380 eða Stefán Þórarinsson í síma 899-7801.


Back