- Það er yfirlýstur vilji
félaganna Eskju hf. og Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. að bregðast
við langvarandi rekstrarörðugleikum í rækjuiðnaðinum á Íslandi með því að
stofna til öflugs félags sem sér um veiðar, vinnslu, sölu og
markaðsetningu á rækju.
Að því tilefni hafa Eskja hf. og
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. undirritað viljayfirlýsingu um þátttöku Eskju hf.
í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur – Rækjuvinnslu hf.
- Eskja hf. áformar að selja
Fiskiðjusamlagi Húsavíkur – Rækjuvinnslu hf. rækjuvinnslu sína án húsnæðis
ásamt veiðiheimildum í úthafsrækju í skiptum fyrir hlutafé í
Fiskiðjusamlagi Húsavíkur – Rækjuvinnslu hf.
- Áformað er að skipta á skipunum Votabergi skr 962, Guðrúnu
Þorkelsdóttur skr. 1076 og Hólmanesi skr. 1346 í eigu Eskju hf. og á Aski
skr. 2332 í eigu Fiskiðjusamlags Húsavíkur – Rækjuvinnslu hf.
- Stefnt er að því að ljúka verðmati og samningagerð á næstu dögum og boða til hluthafafundar
í kjölfarið.
Reykjavík 26. nóvember 2003