Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  Íslensk útgáfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
STAK
Niðurstöður hluthafafundar Stáltaks 20. nóvember 2003   21.11.2003 09:14:18
News categories: Shareholder meetings      Íslenska

Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á hluthafafundi Stáltaks hf. sem haldinn var 20. nóvember 2003:

 

 

1.       Tillaga um afskráningu félagsins af Tilboðsmarkaði Kauphallar Íslands

 

Hluthafafundur Stáltaks hf., haldinn 20. nóvember 2003, samþykkir að heimila stjórn félagsins að sækja um afskráningu hlutabréfa félagsins af Tilboðsmarkaði Kauphallar Íslands.

 

 

2.       Heimild til stjórnar til að kaupa hlutafé í félaginu

 

Stjórn Stáltaks hf. hefur heimild til að kaupa hlutafé í félaginu og má verja til þess allt að kr. 15.000.000.  Heimild þessi fellur niður hafi hún ekki verið nýtt innan 18 mánaða.

 

 

3.       Niðurfelling heimildar til hækkunar hlutafjár skv. 4. gr. samþykkta

 

Síðasta málsgreinin í 4. gr. samþykkta Stáltaks hf. falli niður:

“Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutaféð um allt að kr. 4.425.366,- samkvæmt samþykkt hluthafafundar 17. apríl 2002.”


Back