Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  Íslensk útgáfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
STAK
Stáltak - 6 mánaða uppgjör   27.8.2003 16:17:51
News categories: Corporate results      Íslenska
 Staltak062003.pdf
 Frétt Stáltak 30062003.pdf

Árshlutareikningur samstæðu Stáltaks hf fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2003 var samþykktur af stjórn félagsins í dag, 27. ágúst 2003.

 

Velta samstæðunnar á tímabilinu var 521 millj. króna og varð tap af starfseminni sem nam 31 millj. króna. Fastafjármunir nema í lok tímabils 261 millj. króna og veltufjármunir 206 millj. króna. Eignir eru samtals 467 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar nema 386 millj. króna og eigið fé í lok tímabilsins er 81 millj. króna.

 

Velta móðurfélagsins nam 5 millj. króna. Hagnaður móðurfélagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 0,2 millj. króna. Tap ársins nam 31 millj. króna eftir að tekið hefur verið tillit til hlutdeildar í tapi dótturfélaga að fjárhæð 32 millj. króna.

 

 

Árshlutareikningur samstæðunnar inniheldur árshlutareikninga Stáltaks hf og dótturfélaganna Slippstöðvarinnar ehf og Kælismiðjunnar Frosts ehf. Dótturfélögin voru rekin með 32 millj. króna tapi á tímabilinu sem er tilkomið vegna taps af rekstri Slippstöðvarinnar ehf. Hagnaður varð af rekstri Kælismiðjunnar Frosts ehf. á tímabilinu og er rekstur félagsins samkvæmt áætlun.

 

Tap Slippstöðvarinnar ehf má rekja til innlendra kostnaðarhækkana en þó sérstaklega til sterkrar stöðu íslensku krónunnar og þar af leiðandi versnandi afkomu stærstu viðskiptavinanna því verulega hefur dregið úr spurn eftir viðgerðarþjónustu fyrir fiskiskip. Af sömu ástæðu hefur samkeppnisstaðan gagnvart erlendum keppinautum versnað sem leitt hefur til lækkunar tilboðsverða á útboðsmarkaði. Verið er að yfirfara rekstur félagsins með það að markmiði að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi.

 

Sjá meðfylgjandi frétt með lykiltölum.

 

 


Back