Market news
  Issuers
  News categories
  Search
  ICEX Web
  Íslensk útgáfa
    
Issuers > Latest news > News of date > News between dates
Printable version
FHUS
Innlausn smærri hluta Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf.   4.7.2003 09:31:19
News categories: Corporate news      Íslenska
"Í framhaldi af beiðni stjórnar Fiskiðjusamlags Húsavíkur um afskráningu félagsins af Tilboðsmarkaði Kauphallar Íslands hefur félagið ásamt Vísi hf. og Minni-Vísi ehf. gert samning við Landsbanka Íslands hf. um umsjón með innlausn smærri hluta. Verður þetta gert með þeim hætti að Landsbanki Íslands hf. setur fram kauptilboð á genginu 1,32 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands. Verða tilboð sett fram með þessum hætti til 31. desember 2003 eða fram að afskráningu félagsins úr Kauphöll Íslands. Verði af afskráningu félagsins fyrir 31. desember 2003 úr Kauphöll Íslands geta hluthafar snúið sér til Landsbankans á Húsavík með innlausn."


Back